Laugardagur 11. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Furðar sig á stuðningi ysta hægri kantsins við Katrínu: „Morgunblaðið hampar henni út í eitt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Anna Kristjánsdóttir veltir fyrir sér hvað ysti kantur hægrisins sér í Katrínu Jakobsdóttur.

Í nýjustu dagbókarfærslu sinni talar Anna Kristjánsdóttir um Eurovision og svo um forsetakosningabaráttuna á Íslandi. Í þeim kafla Facebook-færslunnar furðar hún sig á stuðningi við Katrínu Jakobsdóttur úr óvæntri átt, ysta hægrinu.

Anna segist ekki efast um að Katrín sé vel hæf til embættisins en sér þó meinbug á því að fá aðila í forsetastólinn, sem er með „litríka pólitíska fortíð í farteskinu“. Að lokum spaugar hún með slagorð Framsóknarflokksins úr síðustu kosningum og snýr „því upp á margfaldan fallkandidat fyrri forsetakosninga“ og spyr: „Er ekki bara best að kjósa Ástþór?“

Hér má sjá orð Önnu um stuðninginn við Katrínu Jakobsdóttur í heild sinni:

„Undanfarna daga hafa stuðningsyfirlýsingar til handa Katrínu Jakobsdóttur til embættis forseta Íslands komið frá hinu mætasta fólki þar sem flest hver eru vel þekkt innan samfélagsins. Sjálf er ég ekki í nokkrum vafa um að Katrín sé vel hæf til embættisins þótt ég sjái ákveðin tormerki á því að sjá aðila með litríka pólitíska fortíð í farteskinu.

Svo sé ég að Morgunblaðið undir ritstjórn Davíðs Oddssonar hampar henni út í eitt og í kjölfarið hefi ég séð stuðningsyfirlýsingar frá mönnum á ysta hægrikanti, mönnum á borð við Hannes Hólmstein Gissurarson og Pál Vilhjálmsson lýsa yfir stuðningi henni til handa og ég fer að velta fyrir mér hvað gerir hana svona eftirsóknarverða í augum hægrisins?
Þegar svona er komið sögu fer ég að velta fyrir mér þekktu kosningarslagorði Framsóknarflokksins frá síðustu Alþingiskosningum, sný því upp á margfaldan fallkandidat fyrri forsetakosninga og spyr einfaldlega:
Er ekki bara best að kjósa Ástþór?
(Ofangreind orð má samt ekki túlka sem stuðning minn við Ástþór fremur en einhvern annan).“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -