Fyrrum leikkona vinsælu sápuóperunnar Neighbours, Emma Harrison segir frá reynslu sinni á því að eiga heima í geymslugámi. Stjarnar lék í þáttunum frá árinu 1995 til 1998 en þá var hún látin fara. Emma hóf þá feril sinn sem fyrirsæta og var meðal annars á forsíðu nektarblaðanna Playboy og Maxim.
Emma sneri aftur í þáttinn árið 2005 en hætti alfarið sama ár. Í dag býr hún í breyttum geymslugámi og virðist ljómandi sátt við lífsstílinn.
„Ég er með tvo gáma. Þeir eru 2,4 metrar að breidd, sex metra langir og 2,6 metra háir. Það er nóg pláss. Á milli þeirra er sólpallur. Þetta er virkilega skemmtilegt. Það er mikið talað um sjálfbærni og minimalisma í dag og var þetta meðvituð ákvörðun að flytja í gámana og lifa sjálfbærara lífi.“
Emma býr ásamt eiginmanni sínum og börnum í gámnum.