Hinn fjórtán ára Gabriel Cheib er með downs-heilkennið og silkimjúka söngrödd.
Gabriel Cheib og faðir hans, gítarleikarinn Rafael Cheib eru brasilískir feðgar sem slegið hafa í gegn á samfélagsmiðlunum þar sem Gabriel syngur frægar ábreiður.
Gabriel, sem er með downs-heilkennið, hefur heillað fólk víða um lönd með silkimjúkri rödd sinni en í fyrra komu þeir feðgar fram á úrslitakvöldi söngvakeppni ríkissjónvarps San Marino fyrir Eurovision en þar söng Gabriel John Lennon slagarann Imagine við miklar vinsældir. Á dögunum birtist svo myndband á Facebook þar sem þeir feðgar taka hið geysivinsæla lag Somewhere only we know með hljómsveitinni Keane. Myndbandið má sjá hér.