Mánudagur 6. janúar, 2025
-4 C
Reykjavik

Gary Barlow er enn reiður vegna andláts dóttur hans: „Ég hef ekki fundið frið með það ennþá“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gary Barlow er enn „reiður“ vegna andláts dóttur hans Poppy og viðurkennir að eiga enn erfitt með að finna „frið“, 12 árum síðar.

Hinn 53 ára söngvari og eiginkona hans Dawn eignuðust stitt fjórða barn þegar Poppy kom í heiminn í ágúst 2012 en því miður fæddist hún andvana. Aðeins örfáum dögum síðar átti Gary að koma fram með Take That í lokaathöfninni á Olympíuleikunum í London. Söngvarinn talaði nýverið um missinn en hann segist aldrei hafa í raun náð að vinna úr missi stúlkunnar sinnar og að hann finni enn fyrir biturleika vegna þess að þetta hafi komið fyrir fjölskyldu hans.

Gary segir: „Ég tala ekki um þetta í smáatriðum og ég geri það ekki vegna þess að ég er bókstaflega enn að átta mig svolítið á þessu. Tilfinningar konunnar minnar voru allt aðrar en mínar. Ég hef verið reiður í langan tíma, ég hef ekki fundið frið með það ennþá.“

Gary óttaðist að andlát Poppy gæti leitt til þess að hann og Dawn myndu skilja, þar sem mörg pör sem hafa upplifað slíkan missi geta ekki unnið úr því. En í rauninni urðu Back for Good lagahöfundurinn og fyrrverandi dansarinn Dawn, sem saman eiga þrjú önnu börn, Daniel, Emily og Daisy, nánari sem par.

Gary og Dawn

Í viðtali í The Imperfects hlaðvarpinu, þar sem fólk deilir baráttu sinni  og ófullkomleika á hugrakkann hátt, sagði Gary: „Tölfræðin vakti hjá okkur áhyggjur þegar þetta gerðist fyrir okkur. Eitthvað um 95 prósent para hætta saman þegar eitthvað slíkt kemur fyrir þau. Ég held að það sé vegna þess að karlar takast á við þetta öðruvísi en konur. Konan mín stendur sig miklu betur en ég, hún er miklu sterkari manneskja en ég. Hún hefur í raun verið ótrúleg í gegnum þetta.“

„Við erum eitt af heppnu pörunum því fyrir okkur hefur þetta fært okkur sífellt nær og við eigum líka fjögur önnur börn og það hefur hjálpað okkur. Það yngsta varð ekki fyrir áhrifum vegna andlátsins en þau eldri tala enn mikið um þetta. Þetta er mjög flókinn hlutur sem ekkert okkar ætti nokkurn tíma að þurfa að ganga í gegnum. Ég býst við að þetta hafi gert mig sterkari, ég held það. Ég held að svona hlutir verði að gera það, er það ekki? Það kom augnablik þar sem ég velti fyrir mér hvort við kæmust einhvern tíma aftur þangað sem við vorum áður en ég held við séum komin þangað.“

- Auglýsing -

Gary viðurkennir að hafa fundið huggun í tónlist sinni og í hvert skipti sem hann komi fram með Take That hugsi hann um Poppy. Tónlistarmaðurinn, sem samdi lagið Let Me Go í minningu Poppy sagði í hlaðvarpinu: „Fyrir mig er besta leiðin venjulega sú að tala ekki um erfiðleikana, heldur skapa tónlist.“

„Ég er með fullt af tónlist sem heldur henni á lífi fyrir mig á kvöldin. Þegar ég sé áhorfendur syngja með, það er lífið fyrir mig, það er það sem hún kom með og það er hérna fyrir framan mig og gerist nokkrum sinnum í viku á sviðinu og þannig held ég henni nálægt mér. Konan mín hefur aðra tækni sem hún notar.“

Gary heiðraði Dawn, maka sinn til 24 ára og lýsti henni sem hinni mögnuðustu konu og stöðugum stuðningi í lífi hans. „Hún er mjög sérstök, virkilega sérstök. Hún er mamma sem hlustar ekki á neitt bull. Hún ól börnin okkar upp, ekki ég. Ég vinn vinnu sem tekur yfir allt, ég ferðast um allan heim, hún gaf vinnuna sína upp á bátinn til að ala börnin okkar upp. Lagði sína drauma á hilluna en ég fæ enn að lifa mína. Hún hefur staðið sig frábærlega, allir sem hitta börnin okkar tala alltaf um hvað þau eru frábær. Hún er yndisleg kona, hún er frekar hörð við mig, ég verð að vera heiðarlegur með það.“

- Auglýsing -

Fréttin er unnin upp úr frétt Mirror.

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -