Mánudagur 13. janúar, 2025
2.2 C
Reykjavik

Gary Busey sagður hafa keyrt á bíl og flúið vettvang

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leikarinn Gary Busey er sagður hafa keyrt á bíl og flúið af vettvangi.

Kona í Bandaríkjunum heldur því fram að leikarinn Gary Busey hafi keyrt aftan á bíl hennar og flúið svæðið í stað þess að skiptast á upplýsingum og bíða eftir lögreglunni. Konan elti leikarann og tók upp myndband þar sem hún reyndi að fá sínu framgengt en leikarinn var ekki til í leysa þetta á sama hátt og hún vildi. Konan hefur nú kært leikarann til lögreglu. Gary Busey hefur undanfarin ár ekki verið mikið að leika en hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna árið 1978 fyrir leik sinn í myndinni The Buddy Holly Story en á 10. áratugnum lék hann í stórmyndunum Point Break, Under Siege og The Firm.

Hægt er að sjá myndband sem TMZ birti hér fyrir neðan

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -