Guðrún Ýr Eyfjörð birti spaugilegt myndskeið á Instagram þar sem hún vesenast við að setja upp lítið og nett náttborð.
Söngkonan vinsæla, Guðrún Ýr Eyfjörð eða GDRN eins og hún kallar sig í tónlistinni, birti sniðugt myndskeið á Instagram í dag þar sem hún setur upp skrifborð sem hún fékk að gjöf en við það skrifar hún „Gugga byggir“.
Margir kannast við þann hausverk sem fylgir oft því að setja saman húsgögn og jafnvel festa upp á vegg en Guðrún Ýr sýnir þó að þetta er vel hægt. Söngkonan fagra nýtur aðstoðar barnsins síns en í myndskeiðinu má sjá spaugilegar setningar á borð við: „Ég vildi að ég hefði fylgst betur með í smíðatímum í grunnskóla“,
Hér má sjá myndskeiðið í heild sinni:
View this post on Instagram