Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Geir Ólafsson heldur Las Vegas Christmas Show 2023 í síðasta skipti: „Ég er að berjast í þessu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Geir Ólafsson heldur á næstunni sjöunda árið í röð stórsýninguna Las Vegas Christmas Show í Gamla bíói og fer hann sem endranær á kostum ásamt hljómsveit Don Randi og gestastjörnum. Randi, sem mætir með sitt „bigband“, hefur starfað með ýmsum bandarískum stjórstjörnum og má þar nefna Elvis Presley, Frank Sinatra, Phil Spector, The Beach Boys, Nancy Sinatra og Michael Jackson. Vilhjálmur Guðjónsson verður hljómsveitarstjóri en hann útsetti lögin á sýningunni ásamt sjálfum Quincy Jones, Þóri Baldurssyni og Don Randi. Sýningar verða fimm: 29. og 30. nóvember og 1. 2. og 3. desember.

Goðsögn mætir

„Don Randi er náttúrlega fyrir löngu orðinn „legend“ í bandarískri tónlistarsögu og hann var í The Wrecking Crew sem var hljómsveit sem tók upp músík fyrir alla sem voru stjörnur á 6., 7 og 8. áratugnum svo sem Frank Sinatra til Michael Jackson. Hann er búinn að spila inn á fjölda platna og 300 af þeim hafa verið í 1. sæti. Hann er ennþá í fullu fjöri orðinn 85 ára gamall en hann velur unga og góða menn með sér til Íslands til þess að spila með okkur og þetta eru stór nöfn sem eru að koma.

Herbert heiðursgestur

Ég verð með töluvert af gestasöngvurum í ár, bæði með reynda og óreynda söngvara. Ég hef alltaf verið að gefa efnilegum söngvurum tækifæri. Ég verð til dæmis með Dagbjörtu Rúríks og Birnu Berg og Önnu Margréti; þetta eru stúlkur sem eru búnar að vera að mennta sig í músík og þrá ekkert heitar en að láta ljós sitt skína og er ótrúlega gaman og magnað að fá að vera þátttakandi í því að geta tekið þátt í því að fá að byggja upp samfélagið með því að gefa fólki tækfæri. Maður veit aldrei hvert það leiðir fyrir þann sem tekur þátt í því. Svo verð ég með Höllu Vilhjálms sem er mjög reynd söngkona, Maríu Magnúsdóttur og Vigdísi Ásgeirsdóttur sem eru toppsöngkonur og hámenntaðar. Heiðursgesturinn verður Herbert Guðmundsson; það er náttúrlega geggjað og það er frábært að fá Hollywood-band til að spila hans betri lög. Þetta verður bara dásamlegt.“

Erfitt að selja

Sýningin verður eins og áður sagði haldin í sjöunda skipti og jafnframt það síðasta hér á landi – allavega í bili. „VISA í Kólumbíu heldur sýninguna á næsta ári úti í Kólumbíu,“ segir Geir en eiginkona hans er þaðan og þar eiga þau annað heimili. „Það hefur verið mjög erfitt að selja á þetta og ég get ekki verið að standa í því að kasta perlum fyrir svín eins og sumir segja. Ég tek svona til orða; við erum að búa til frábæra sýningu sem hefur fengið frábæra dóma en einhvern veginn hefur þetta ekki náð til markaðarins. Það er bara þannig; því miður. Það er ansi hart ef þú ert með stórfyrirtæki að kaupa hundruði miða á eina tónleika.

Mikill metnaður er lagður í Las Vegas Christmas Show.

Ég er að berjast í þessu og ég hef lagt mig í líma við að gera þetta flott og þetta er glæsilegt. Salurinn er skreyttur og fólk fær þriggja rétta máltíð og það er lagt svo mikið í þetta. Ég er stoltur af þessu verkefni. Ég er stoltur af því að hafa gefið frábærum söngvurum tækifæri sem hafa svo nýtt það áfram og ég er stoltur af að vinna með öllu þessu frábæra fólki sem hefur stutt við bakið á mér. Ég er þakklátur öllum sem hafa keypt miða á sýninguna. Og ég er stoltur af fólkinu sem segist koma ár eftir ár vegna þess að þetta er aldrei eins. Ég er bara þakklátur fyrir þetta allt saman. Ég hefði aldrei getað gert þetta nema vegna fólksins sem er í kringum mig hvort sem það eru hljóðfæraleikarar, söngvararnir eða gestirnir. Það er bara ekki hægt að gera þetta öðruvísi.“

Geir er spurður um uppáhaldsjólalagið. „Það er nýja jólalagið mitt sem heitir Christmas Blues og er eftir Richard Scobie.“

- Auglýsing -

.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -