George prins hefur nú opinberað hvað hann vilji verða þegar hann er orðinn stór, það er að segja áður en hann verður konungur Bretlands.
George prins segir að hann myndi elska að vinna sem kokkur þegar hann yrði stór áður en hann verður konungur, sagði eigandi kaffihúss í Norfolk.
Desmond MacCarthy, sem á Wiveton Hall Cafe, nálægt Blakeney, sagði að hinn 11 ára gamli prins hafi heimsótt veitingastaðinn sinn með móður sinni Katrínu, prinsessu af Wales, og öðru fólki. Kaffihúsið er ekki langt frá Sandringham, þar sem Vilhjálmur prins og Katrín eiga sumarbústað, Anmer Hall, 10 svefnherbergja georgískt höfuðból var upphaflega reist árið 1802.
Í heimsókninni sýndi eigandi veitingastaðarins George viðarkyntan pizzaofninn sinn og sagði unga prinsinn vera spenntan. Eftir að hafa séð hann lýsti hann yfir: „Þetta er það sem ég vil gera þegar ég verð stór!“
Í samtali við Daily Mail um George sagði MacCarthy: „Hann var ljúfur strákur, þeir verða minna aðlaðandi þegar þeir stækka.“ Hann bætti við: „Þau komu hingað með vinum sínum, því Sandringham er ekki svo langt í burtu.“
Því miður mun prinsinn ekki geta unnið á kaffihúsinu þar sem stefnt er að því að loka því í nóvember en það hefur verið opið í 17 ár. MacCarthy sagði: „Það er sorglegt þegar hlutirnir breytast, en ég trúi því að eitthvað annað muni gerast með tímanum. Það hefur verið aukning á kostnaði, rafmagnið er mjög hátt, og það hefur verið erfiðara að ráða starfsfólk. Þrátt fyrir að hafa átt mjög annasamt sumar, þá er erfitt að reka fyrirtæki 12 mánuði á ári ef það er árstíðabundið og aðeins arðbært í nokkra mánuði.“
Fréttir um áhuga prinsins á eldamennsku kemur eftir fregnum af því að George muni ekki þurfa að þjóna í hernum áður en hann verður konungur, en sú ákvörðun brýtur aldagamla hefð konungsfjölskyldunnar. Samkvæmt The mail on Sunday mun sá næsti í röðinni að hásætinu fá að sleppa þjónustu sinni í hernum og geta mótað sín eigin örlög.