Föstudagur 15. nóvember, 2024
-0.1 C
Reykjavik

Gilbert Gottfried látinn: „Vinsamlegast haldið áfram að hlæja eins hátt og þið getið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Grínistinn og leikarinn Gilbert Gottfried er látinn aðeins 67 ára að aldri. Er hann því fjórði goðsagnakenndi grínistinn sem deyr vestanhafs á stuttum tíma. Hinir þrír voru Norm MacDonald, Bob Saget og Louie Anderson.

Gilbert Gottfried var þekktur fyrir háa og skræka rödd sem hann notaði óspart í kvikmyndum og teiknimyndum sem hann talsetti, hvort sem mönnum líkaði betur eða verr. Þekktastur er hann sennilegast fyrir raddsetningu á fuglinum Iago í Aladdín teiknimyndinni. Þá lék hann einnig í stórmyndunum Beverly Hills Cop og Beverly Hills Cop 2 á níunda áratugnum. Gottfried þótti góður uppistandari og var vel liðinn af öðrum grínistum í bransanum.

Fjölskylda Gottfrieds setti tilkynningu um andlát hans á Twitter-reikningi hans í kvöld.

„Það hryggir okkur að tilkynna andlát okkar ástkæra Gilberts Gottfried eftir langvarandi veikindi. Auk þess að vera ein goðsagnakenndasta rödd grínsins var Gilbert dásamlegur eiginmaður, bróðir, vinur og faðir tveggja ungra barna sinna. Þrátt fyrir að þetta sé sorgardagur fyrir okkur öll, vinsamlegast haldið áfram að hlæja eins hátt og þið getið, til heiðurs Gilberts. Ást, Gilbert fjölskyldan.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -