Á dögunum gaf hljómsveitin Midnight Librarian út myndband við lag sitt, Mindless. Bandið samastendur af sjö strákum sem eiga það sameiginlegt að eiga ættir að rekja til Suðurnesja en fyrsta plata þeirra, From Birth to Breakfast kom út í ágúst á síðasta ári.
Fyrsta smáskífa plötunnar hefur vakið athygli og fengið þónokkra spilun á Rás 2. Smáskífan heitir Funky Fresh og er því Mindless önnur smáskífa plötunnar.
Hljómsveitina skipa þeir Þorsteinn Helgi Kristjánsson söngvara, Atli Reynir Baldursson, gítarleikara, Arnar Ingólfsson sem spilar á gítar og Talkbox, Haukur Arnórsson hljómborðsleikara, Jón Böðvarsson saxafónleikara, trymbillinn Valur Ingólfsson og Atli Marcher Pálsson fantast á bassanum.
Mannlíf bjallaði í Arnar gítarleikara hljómsveitarinnar og spurði hann út í tónlistina. Hvernig tónlist spilar bandið?
„Þetta er svona R&B ballöður með fönki, diskói og smá dass af rokki.“
En um hvað er nýja smáskífan, Mindless?
„Hver hefur ekki upplifað andvöku og það að hafa ekkert að gera nema að horfa á sjónvarp eða stara upp í loftið með tómum hug, þetta lag er um þessa tilfinningu.“
Og hvað er svo framundan hjá bandinu?
„Erum að fara gefa út nýtt lag á föstudaginn í næstu viku og svo er planið að reyna gefa út nýtt lag með 1-2 mánaða millibili. Svo er auðvitað allt búið að róast niður þannig að okkur langar að fara spila meira live.“
Hér fyrir neðan má sjá myndbandið við Mindless.
ir“