Glúmur Baldvinsson skrifaði Facebook-færslu þar sem hann hæðist, að því er virðist, að ómerkilegheitum Stefáns Einars Stefánssonar hjá Morgunblaðinu, sem vakti hneikslan á dögunum fyrir spurningar til Baldur Þórhallssonar forsetaframbjóðanda, sem mörgum fannst jaðra við fordóma.
Í færslunni segist Glúmur, sem er alþjóðastjórnmálafræðingur, vera feginn að hafa aldrei boðið sig fram til forseta því þá hefði hann þurft að ljúga til um skírlífi sitt.
„Mikið er ég feginn að hafa aldrei farið í forsetaframboð því þá þyrfti ég að ljúga því blákalt uppí opið geð þjóðarinnar að hafa aldrei stundað kynlíf. Og hafa enga kynhneigð. Og enga hneigð almennt. Nema sjálfshneigð. Einsog Pétur Hafstein forðum. Og Ólafur Ragnar Grímsson.“
Að lokum segir Glúmur að Íslendingar verði að halda í þá hefð að hafa forseta í brúnni sem aldrei hefur stundað kynlíf.