Alþjóðastjórnmálafræðingurinn og húmoristinn Glúmur Baldvinsson er ekki sáttur við stöðu mála í Bandaríkjunum, eins og svo margir aðrir. Í nóvember verður næsti forseti landsins kosinn en valið stendur á milli tveggja misaldraðra manna, Donald Trump og Joe Biden.
Glúmur skrifaði Facebook-færslu þar sem hann hlekkjar frétt um nýjustu mismæli Joe Biden en hann kallaði Úkraínuforseta Putin á fund Nato-ríkjanna í gær og kallaði síðan varaforseta sinn Trump. Segist Glúmur íhuga nú alvarlega að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna, til að „bjarga heimsbyggðinni og gervöllu mannkyni frá glötun.“:
„Nú íhuga ég af fullri alvöru – sem afkomandi Leifs Heppna – að bjóða mig fram til embættis Forseta Bandaríkjanna.