Söngkonan Guðrún Ýr Eydal eða GDNR eins og hún kallar sig birti glæsilega ljósmynd af sér á Instagram í gær en hún er tekin á Innipúkanum sem fer fram þessa helgi í miðborg Reykjavíkur.
Á meðan margir skemmta sér konunglega á Þjóðhátíð í Eyjum og á öðrum útihátíðum úti á landi, er slatti af innipúkum sem hafa það gaman á innihátíðinni Innipúkinn í miðbæ Reykjavíkur. Þar koma fram ýmsir tónlistarmenn, þar á meðal GDNR en hún er aldeilis komin á kreik aftur en hún eignaðist nýverið sitt fyrsta barn. Birti hún ljósmynd í gær á Instagram en þar sést hin glæsilega söng og leikkona í fallegum ljósgrænum fötum en svo virðist sem myndin sé tekin í bílastæðahúsi, þó það sé óstaðfest. Hér fyrir neðan má sjá hina flottu ljósmynd.