Grímur Atlason er yfir tveir metrar á hæð og fær að kenna á því daglega.
„Flugvél dagsins er Bolafjall. Smá jákvæðni í kjölfar annars leiðinda byrjun dags en Icelandair neitaði mér um möguleikann á kaupum á sæti við neyðarútgang (enginn amatörismi hjá mér – talað við þjónustuver fyrir helgi og farið að þeirra ráðum sem voru jafn góð og ráð Musk í efnahagsmálum).“
Ástæðan fyrir því að Grímur vildi sæti við neyðarútganginn er sú staðreynd að hann er heilir tveir metrar á hæð og tveimur sentimetrum meira en það og vantar fótaplássið. Segir hann flest vera dýrara fyrir svo hávaxna menn og telur fleira til sem hrjáir risa í nútíma samfélagi.