Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Grímur gerir stólpagrín að reglum um rafrænu skilríkin

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Grímur Atlason gerir stólpagrín að reglum um rafrænu skilríkin í nýrri Facebook-færslu.
Framkvæmdarstjóri Geðhjálpar, Grímur Atlason setur sig í spor manneskju á tíræðisaldri sem þarf að sækja um ný rafræn skilríki, í nýrri Facebook-færslu. Gerir hann stólpagrín að flóknum reglum um rafrænu skilríkin. Telur Grímur upp allt það sem fólk þarf að gera til að endurnýja rafrænu skilríkin en það er ansi flókið fyrir fólk á tíræðisaldri eins og Grímur bendir á.

Hér má lesa færsluna:

„Nú er ég á 97. aldursári, í hjólastól og á hjúkrunarheimili. Renna þá rafrænu skilríkin mín út og nafnskírteinið sem ég fékk fyrir fimm árum er líka útrunnið en á því lít ég nákvæmlega eins út og ég geri í dag – ég var jú 91 árs þegar myndin í því var tekin. Skal ég þá gera eftirfarandi:

1. Panta tíma hjá sýslumanni.
2. Panta sérstakan leigubíl sem tekur hjólastóla og mæta í myndatöku (má alls ekki leyfa honum að fara meðan ég bíð eftir þjónustunni því þá gæti ég þurft að bíða í nokkra klukkutíma eftir næsta lausa bíl). Kostar dágóðan slatta þetta ferðalag.
3. Bíða í nokkra daga.
4. Sækja nafnskírteini hjá Þjóðskrá í sérútbúna leigubílnum sem þarf að bíða eftir mér.
5. Panta tíma í bankanum.
6. Fara í bankann, sem ég hef verið í viðskiptum við frá því um miðja síðustu öld, í sérútbúnum leigubíl og sýna þeim nýja nafnskírteinið mitt til að sanna að ég sé ég og geti þannig fengið að nota peningana mína sem ég hef lánað bankanum sl. áratugi.
Er ekki örugglega verið að vinna í því að einfalda aðgengi okkar að hvítvíni?“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -