Vélstjórinn grínaktugi, Anna Kristjánsdóttir skrifar um vináttuleik Íslands og Englands í knattspyrnu sem fram fór á dögunum, í nýjustu dagbókarfærslu sinni á Facebook. Í færslunni gerir Anna góðlátlegt grín að Bretum.
„Um daginn spiluðu Íslendingar vináttulandsleik við England og unnu glæsilegan sigur. Bretar sem horfðu á leikinn skildu ekkert í því hvaða lið var að vinna þá enda merkt sem ISL á skjánum þeirra. Að sjálfsögðu urðu þeir alveg miður sín yfir ósigrinum, en svo kom í ljós að leikurinn var gegn Iceland, einni stærstu verslanakeðju Englands og þá tóku þeir gleði sína á ný, nokkrir þeirra heilsuðu mér meira að segja á sunnudagskvöldi á Búkkanum og Sandy´s bar, vitandi það að ég var frá Íslandi en ekki frá verslanakeðjunni Iceland sem var ranglega merkt sem ISL á skjánum þeirra, en sem hafði unnið England í fótboltaleik á föstudagskvöldið.“
Því næst „nöldrar“ Anna aðeins um það að landið okkar skuli á ensku heita Iceland en ekki Ísland eins og í mörgum öðrum löndum.