Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-4.2 C
Reykjavik

Guðlaug fékk rauða spjaldið og varð kúabóndi: „Ég var búin að vera í megrun allt mitt líf“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég var búin að vera í megrun allt mitt líf og var orðin hundleið á þvi,“ segir Guðlaug Elísabet Ólafsdótir leikkona. Þetta kom fram í þættinum Segðu mér í morgun með Sigurlaugu Margréti Jónasdóttur.

Sigurlaug Margrét vakti athygli á því að Guðlaug hefði breyst mikið í útliti.  „Ég fékk rauða spjaldið hjá mínum lækni “ segir hún og vísar til þess að hafa verið í reglulbundnu eftirliti vegna fjölskyldusögu um hjartasjúkdóma. Hún reyndi fyrst að ná tökum á  vandanum sjálf en varð svo að játa sig sigraða og fékk aðstoð og fór í aðgerð sem gerði það að verkum að lífsstíllinn breyttist til muna. Í dag borðar hún  1/5 af því sem hún gerði áður og hún hætti líka að reykja.

Faðir Guðlaugar lést þegar hann var einungis 46 ára og hún  14 ára. Hann glímdi við hjartasjúkdóm og lifði óheilbrigðu lífi.  Hún átti mjög erfitt eftir föðurmissinn og náði ekki að vinna úr því fyrr en hún var orðin fullorðin kona. Guðlaug fékk aðstoð hjá sérfræðingi og grét fyrstu tímana hjá honum. Hún náði að losa um uppsafnaða reiði, sorg og söknuð. En árið 1983 þegar faðir hennar lést var engin aðstoð í boði.

Guðlaug tekur reglulega U beygjur í lífinu. Fyrir tíu árum síðan var hún stödd fyrir tilviljun á balli austur í Öræfum. Sætasti strákurinn á ballinu bauð henni upp og þau eru enn að dansa saman í dag.  Hún var þá nýhætt sem verkefnastjóri í Viðey og hafði gengið með barn fyrir frænda sinn og hans mann. Það voru ýmsir erfiðleikar í kringum það mál „Sem hefur ekki verið neitt leyndarmál“ segir Guðlaug.   Hún fékk ekki að umgangast barnið eftir að það fæddist eins og hún hafði óskað eftir  en í dag horfir allt til betri vegar og allir eru bullandi hamingjusamir.

Í dag er hún kúabóndi austur í Öræfum ásamt manni sínum og hefur búið þar síðastliðin tíu ár. Segist vera mjög ánægð og gleðst á hverjum degi yfir útsýninu sem hún hefur út um eldhúsgluggann. Þau hjónakorn eru í fjarbúð eins og er þar sem henni bauðst að leika í nýju verki í Borgarleikhúsinu sem heitir Hvíta tígrísdýrið og standa æfingar yfir á fullu sem stendur. Hún gleðst yfir því að hafa fengið tækifæri til að starfa með þessu unga frábæra fólki sem stendur að verkinu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -