Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-4.2 C
Reykjavik

Gullfalleg Gwyneth nakin og gyllt á fimmtugsafmælinu: „Mér líður frábærlega“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stórleikarinn Gwyneth Paltrow er fimmtug í dag, ótrúlegt en satt. Af því tilefni birti hún gullfallega nektarmynd af sér á Instagram.

Myndirnar eru reyndar tvær en hún birti aðeins aðra þeirra á Instagram en það var ljósmyndarinn frægi Andrew Yee sem tók þær. Í viðtali við Vogue sagðist leikkonan líða vel með aldurinn:
„Mér líður frábærlega. Ég er mjög hamingjusöm og finnst ég heil og óhrædd og mér líður ekki skringilega eða er að fríka út vegna aldursins. Ég man að þegar ég varð þrítug fannst mér vera svo mikil pressa á að vera gift og eignast barn. Ég var ekki í alvarlegu sambandi þegar ég varð þrítug og ég man að ég hugsaði; „Ég veld foreldrum mínum vonbrigðum. Ég er ekki búinn að giftast verðbréfamiðlara eða lögmanni og ég er þessi skrítni listamaður“. Þegar maður er á þrítugsaldri ertu í raun bara krakki og þess vegna held ég að það kemur þessi pressa þegar maður verður þrítugur að þá verður þú að ná tökum á lífi þínu. Og þegar ég varð fertug fríkaði ég algjörlega út.“

Gullfalleg Gwyneth
Ljósmynd: Andrew Yee – Instagram-skjáskot

Mannlíf óskar Gwyneth Paltrow innilega til hamingju með afmælið, svona ef ske kynni að hún rækist á þessa frétt og notaði google translate.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -