Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Gunnar Smári edrú í 25 ár: „Lífið er gott og fólk er fagurt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins, fagnar í dag aldarfjórðungs afmæli sínu án áfengis. Á þessum tímamótum segir hann lífið gott og fólk vera fagurt þó svo samfélagið gæti vissulega verið betra.

Frá afmælinu greinir Gunnar Smári í færslu á Facebook fyrir skömmu. Yfir stjórnmálaforsprakkann rignir nú heillakveðjunum.

„Samfélagið okkar gæti auðvitað verið svo miklu betra; mildara, kærleiksríkara og réttlátara.“

„Um tíuleytið á þessum degi fyrir tuttugu og fimm árum fór ég á Vog og fékk aðstoð starfsfólks og annarra sjúklinga til að taka þá ákvörðun að hætta að drekka. Ég vissi svo sem áður að áfengi og önnur vímuefni færu mér illa og gerðu mér vont, en stundum er að svo að við gerum það sem við ættum ekki að gera og kannski síst það sem við ætti helst að gera. Til að komast út úr þeirri stöðu þurfti ég hjálp og síðan hef ég leitað í félagsskap fólks til endurnýja þessa ákvörðun. Með þeim árangri að ég hef ekki drukkið eða neytt vímuefna í þennan tíma,“ segir Gunnar Smári og bætir við: 

„Sem hafa verið mér góður og blessunarríkur. Lífið er gott og fólk er fagurt. En samfélagið okkar gæti auðvitað verið svo miklu betra; mildara, kærleiksríkara og réttlátara. Kannski ættum við safnast saman og heita hvort öðru að breyta því. Við erum félagsverur og hópdýr; tökum okkar bestu ákvarðanir í hópi, þær sem endast, frjóvgast og blómstra.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -