Lögmaðurinn og varaþingmaðurinn Brynjar Níelsson gerir grín að formanni Samfylkingarinnar sem sagði á fundi í gær að flokkur hennar væri í grunninn flokkur alþýðu og verkalýðs. Ekki gefur Brynjar mikið fyrir þá söguskýringu Kristrúnar.
„Formaður Samfylkingarinar er fyndnari en ég hafði gert mér grein fyrir. Hún sagði á fundi 1. maí að Samfylkingin væri í grunninn flokkur alþýðu og verkalýðs. Samfylkingin, sem vart er komin af unglingsaldri, hefur aldrei verið annað en flokkur lista- og menningarelítunnar í bland við menntasnobbliðið úr svokölluðu háskólasamfélagi. Þessir hópar hafa aldrei haft áhuga á nokkrum öðrum en sjálfum sér, sérstaklega sá fyrrnefndi,“ segir Brynjar sem sennilega er nokkuð bitur yfir skoðanakönnunum síðustu ára sem sýna vinsældir Samfylkingarinnar aukast sífelt á kostnað Sjálfstæðisflokksins, sem aldrei hefur verið óvinsælli.
Segir Brynjar að lokum að Kristrún eigi erfitt verk fyrir höndum.