Hafdís Björg Kristjánsdóttir og Kristján Einar Sigurbjörnsson, oftast þekktur undir viðurnefninu Kleini eru nú formlega byrjuð saman en parið skráðið sig í samband á Facebook í dag. Opinberunin sýnir að þau hafa verið saman síðan 24. mars síðastliðinn.
Ellefu ára aldursmunur er á milli Hafdísar og Kleina. Samtals eiga þau sex börn, Hafdís fimm og Kleini eitt.
Mannlíf ræddi við Kleina í byrjun aprílmánaðar og sagði hann þá í samtali við blaðamann:
„Við erum að taka eitt skref í einu og sjá hvert það leiðir okkur, við erum mjög ánægð með hlutina eins og þeir eru daginn í dag þó fjölmiðlar hafi farið aðeins á undan okkur með hvað opinberun varðar, en staðan er þannig að við erum ánægð með hvar við stöndum og stefnum.“
Mannlíf óskar parinu innilega til hamingju með ástina.
Sjá eldri frétt:
Kleini og Hafdís taka eitt skref í einu: „Við erum ánægð með hvar við stöndum og stefnum“