Miðvikudagur 22. janúar, 2025
0.5 C
Reykjavik

Halla fann áratuga gamalt hitarúllusett og er hæstánægð með krullurnar – SJÁ MYNDIR

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Halla Hrund Logadóttir byrjar árið vel en í gær keypti hún áratuga gamalt glæsilegt hitarúllusett og er ekkert lítið sátt við útkomuna.

Halla Hrund Logadóttir kom eins og stormsveipur inn í forsetakosningarnar í fyrra en hún vakti gríðarlega athygli fyrir skarpskyggni, þokka og almenn vingjarnlegheit. Ekki tókst henni þó að komast á Bessastaði en flaug inn á þing fyrir Framsóknarflokkinn í nýliðnum Alþingiskosningum.

Í morgun birti Halla Hrund skemmtilega Facebook-færslu þar sem hún segir frá óvenjulegum kaupum en í gær fann hún General Electric hitarúllusett sem framleitt var fyrir mörgum áratugum síðan. Og hún prófaði rúllusettið strax í gærkvöldi og er ekki ósátt með niðurstöðuna. Hér má lesa færslu hennar og sjá afraksturinn:

„Ég heimsótti hina frábæru Bókabúð Gulla á Sólheimum í gær. Hún er engri lík. Þar rakst ég á þetta forláta hitarúllusett frá General Electric – sennilega framleitt á árunum 1960-1970. Prófaði það í gærkvöldi og hér má sjá afraksturinn. Ég segi bara; Dyson hvað!? Þess má geta að sparnaður við val á þessari rúmlega 50 ára græju umfram Dysoninn var jú umtalsverður… Þetta ár fer vel af stað!

Halla Hrund glæsileg að vanda.
Ljósmyndir: Facebook

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -