Mánudagur 13. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Halldór Warén með glænýtt lag: „Breiskur 53 ára gamall maður ætti að vera ánægður með þetta“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Halldór Warén gaf út lagið Alright á lokamínútum ársins 2024.

Lagið kom til hans í byrjun nóvember þegar hann sat við píanóið heima á Héraði og virti fyrir sér fjölskyldumyndir fyrir ofan hljóðfærið. 

„Fyrir ofan píanóið heima á Eyvindará er fjölskyldumyndir af börnum, barnabörnum og svo framvegis, sem konan mín Agnes Brá hefur raðað að kostgæfni og einn morguninn sit ég og horfi á þessar myndir og hugsa að þetta er ekki svo slæmt. Breiskur 53 ára gamall maður ætti að vera ánægður með þetta þó lífið rokki nú upp og niður eins og gengur,“ segir Halldór í samtali við Mannlíf. 

Segir Halldór að lagið og textinn hefðu komið samtímis til hans.

„Lagið bankaði upp á og textinn skrifaði sig samtímis, og þá var ekki aftur snúið skella sér út í minihljóðverið sem ég er með í formi hjólhýsis út í skógi og senda út í cosmóið á sama hátt og ég fékk það sent í upphafi.“

Halldór er nú að vinna að heilstæðu verki sem hann hyggst gefa út á árinu. 

- Auglýsing -

„Er með „concept“ í hausnum sem ég þarf að að koma frá mér því það eru önnur tónlist sem bíður í formi gígabæta sem ég ætla að reyna koma eitthvað áfram næstu misserin og gefa út sem eina heild einhvertíma á árinu, en læða út einu og einu lagi þar til ég raða þeim upp í þá röð sem ég vil að þau hljómi sem eitt verk. Þangað verður þetta eins og púsl á eldhúsborðinu án þess að hafa lausnina. Því er aldrei að vita að ný púsl bætist við þegar verið er að vinna það sem nú þegar er á borðinu.“

Lagið er komið á allar helstar streymisveitur sem má nálgast á slóð hér og hér

Halldór Warén hefur verið viðloðandi tónlist í fjölda ára og gefið út eigin tónlist og annara í gegnum útgáfuna WarénMusic. Helst má nefna tónlist með hljómsveitinni VAX, Barnaplatan BíumBíum og hljómplatan Lævirkinn sem hann vann með Kjuregej og fékk fyrir íslensku tónlistarverðlaunin 2012. 

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -