- Auglýsing -
Hallgrímur Helgason birti magnað ljóð á Facebook í kvöld þar sem hann deilir á stjórnmálin á Íslandi.
Rithöfundurinn, málarinn og ljóðskáldið Hallgrímur Helgason birti í kvöld frumsamið ljóð sem hann kallar Frítt. Ljóðið snertir á flest öll þau spillingarmál sem sumir segja að hafi verið viðloðandi Íslandi um árabil.
Ljóðið má lesa hér fyrir neðan:
FRÍTT
Þeir fengu firðina frítt
og fylltu af kvíum.
Liðið var ljúft og þýtt
sem lax í stíum.
Þeir fengu kvótann frítt
og framseldu gullið.
Með gróða var umræðan grýtt
svo gleypt væri bullið.
Þeir fengu bankann frítt
frá fjármálaverði
og útseldu ótt og títt
á uppsprengdu verði.
Þeir fengu hálendið frítt
og framleiðslustundir.
Og skattaskyldum var ýtt
skúffuna undir.
Nú fá þeir fjallið frítt
til að flytja úr landi
en stofnkerfin standa lítt
stöðug á sandi.
Þeir fá alltaf landið frítt
í forgjöf sem rokkar
og skilja það eftir skítt
í skjóli okkar.