Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Handrit að Óskarstilnefndri kvikmynd sagt stolið: „Sönnunargögnin eru í raun yfirþyrmandi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Höfundar The Holdovers, sem tilnefnd er til Óskarsins sem besta kvikmyndin, er sakaður um ritstuld.

Í nótt fer fram Óskarsverðlaunahátíðin en nú er komið upp heljarinnar hneyksli vegna kvikmyndar sem hlotið hefur fimm tilnefningar til Óskarsins, þar á meðal sem besta myndin og besta handritið.

Simon Stephenson, sem þekktastur er fyrir skrif sín fyrir kvikmyndirnar Luca og Paddington 2, hefur stigið fram með grafalvarlegar ásakanir, sem hann sendi á Handritshöfundasamband Bandaríkjanna (WGA), í tölvupósti en Variety birti úr honum.

Simon Stephenson

Handritshöfundurinn heldur því fram í tölvupóstinum að leikstjóri „The Holdovers“, Alexander Payne, hafi líklega lesið handritið að furðu líkri kvikmynd sinni „Frisco“ þegar hún komst á svokallaðan „svarta lista“ iðnaðarins í Hollywood árið 2013 en það eru þau handrit sem þykja lofa góðu, en handritið náði hæst þriðja sæti listans.

„Sönnunargögnin um að handritinu hafi verið stolið, línu fyrir línu frá „Frisco“, eru í raun yfirþyrmandi – hver sá sem horfir á jafnvel stysta myndbrotið notar nánast undantekningarlaust orðið „skammarlegt“,“ skrifaði Stephenson í tölvupóstinum sem hann sendi til formann WGA, Lesley Mackey, eftir að hafa rætt við hann um líkindi myndanna.

„Frisco“ er drama sem fjallar um pirraðan starfsmann barnaspítala sem neyðist til að líta eftir 15 ára nemanda sínum – svipað og Paul Giamatti, sem leikur leikskólakennara sem eyðir jólafríinu með vandræðaunglingi, leikinn af Dominic Sessa, og kaffistofustjóra skólans, leikin af Da’Vine Joy Randolph.

- Auglýsing -

Stephenson bar nákvæmlega saman myndirnar tvær, atriði fyrir atriði auk mikilvægra atriða og samræðna.

Hann heldur því fram að Payne hafi skoðað Frisco-handritið árið 2013 og fengið það aftur seint á árinu 2019, áður en hann leitaði til  David Hemingson, sem ekki hafði skrifað handrit að kvikmynd áður, um að gera „The Holdovers“. Hemingson er einnig titlaður sem framleiðandi myndarinnar.

Í póstinum til stjórnar WGA, sem Stephenson sendi 25. febrúar sagði hann: „Ég get sýnt fram á, þannig að það sé hafið yfir allan mögulegan vafa, að merkingarbær heild handrits kvikmyndar sem er með WGA-viðurkenningar, og á möguleika á Óskarsverðlaun, hefur verið stolin línu fyrir línu, úr vinsælu en óframleiddu handriti mínu. Ég get líka sýnt fram á að leikstjóri kvikmyndairnnar hafi fengið handritið mitt sent tvisvar sinnum, áður en gerð kvikmyndarinnar fór af stað.“

- Auglýsing -

Stephenson heldur því fram að aðeins fimm partar The Holdovers, séu ekki stolnir frá Frisco handritinu, þar á meðal baksaga um einhvern sem kemst upp með ritstuld, kaldhæðnislega.

„Þegar ég tala um „merkingabæra heild“, meina ég bókstaflega allt, sagan, persónur, uppbygging, atriði, samtöl, allt saman. Sumt af þessu er svo brjálæðislega skammarlegt: Margar af mikilvægustu senum myndarinnar hafa ekkert verið breyttar og eru jafnvel sýnilega alveg eins í uppsetningunni á blaðsíðunni. “

WGA svaraði Stephenson og sagði að þetta sé ekki mál sem snerti samtökin en benti honum á lögfræðistofu í Los Angeles og sagði Stephenson að lögsókn væri „enn raunhæfasti kosturinn í þessum kringumstæðum.“

The Holdovers er tilnefnd til fimm Óskarsverðlauna, meðal annars fyrir besta upprunalega handritið.

Stephenson og Payne neituðu að tjá sig við Variety.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -