Fimmtudagur 16. janúar, 2025
1.8 C
Reykjavik

Harðar nágrannaerjur vegna bílastæða – Setti steina og hrífur við innkeyrsluna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nágrannaerjur virðast hafa farið úr böndunum ef marka má umræðuþráð Reddit en Mirror fjallaði um málið. Konan, sem setti inn færsluna, er komin með nóg af uppátækjum nágrannans en hefur hann tekið upp á því að setja stærðarinnar steina við innkeyrsluna. Gerir hann það til þess að koma í veg fyrir að aðrir noti bílastæðið sem tilheyrir hans húsi. „Við erum með nýjan nágranna sem er heltekinn af innkeyrslunni sinni. Hann leyfir engum að nota hana, ekki einu sinni gestum sínum. Hann setur upp keilur,“ skrifar konan og heldur áfram.

„Við erum með lítinn blett af runnum á milli húsanna okkar og hann ákvað að setja grjót þarna inn. Svo setti hann stóra steina upp við innkeyrsluna okkar. Innkeyrslan okkar er mjög þröng og hann setti líka stórt grjót í enda  innkeyrslur okkar sem gerir það mjög erfitt að keyra að húsinu.“ Nokkru síðar hafi maðurinn bætt við virkið svokallaða og sett garðyrkjuhrífur upp á steinana.

Þá segist hún reið vegna þess að maðurinn hennar vilji halda friðinn við nágrannann en telur hún að uppátækin geti orðið til þess að hún, eða dóttir hennar, geti slasast. Biður konan að lokum um ráð en eru tillögur netverja þó misgáfulegar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -