Harrý Bretaprins vinnur nú að því að gefa út sjálfsævisögu sína. Bókin er væntanleg á markað í Bretlandi þann 10.janúar næstkomandi. Þar skrifar hann meðal annars um brúðkaup Kötu og Vilhjálms, Harrý var þá nýkominn úr göngu á Norðurheimskautinu, til styrktar góðgerðarmála.
Eintak af bókinni var óvart selt á Spáni og hefur það verið notað til að leka ýmsum upplýsingum úr henni. Harrý virðist opna sig algjörlega í bókinni og sagði meira að segja frá því þegar hann var viðstaddur brúðkaup Vilhjálms, bróður síns, með frostbit á typpinu.
Prinsinn gekk, ásamt fjórum fyrrum hermönnum, um 320 kílómetra. Gangan var á Norðurpólnum í slæmri veðráttu og miklum kulda. Harrý þjáðist af frostbiti á eyrum, kinnum og getnaðarlim. Mennirnir fimm söfnuðu um tveimur milljónum breskra punda til styrktar þeim sem særðust í stríðinu í Afganistan en gangan tók þrettán daga.
Brúðkaup Vilhjálms og Kötu var haldið þann 29. apríl árið 2011, Harrý var þá enn sárþjáður af frostbitinu. Hann sagði andlitið hafa verið sýst af sínum áhyggjum. „Eyrun og kinnarnar greru vel en typpið ekki. Þetta varð bara verra.“ Harrý leitaði til læknis sem aðstoðaði hann við að koma græjunum í gott stand á ný.