Harry prins er enn í miklu uppáhaldi hjá Elísabetu drottingu ef marka má heimildarmann People. „Ef Harry spyr, segir drottningin já,“ segir heimildarmaðurinn um samband drottningarinnar og Harrys. „Hún dýrkar hann.“
Harry tók ákvörðun um að hætta að sinna skyldum sem hluti af konunglegu fjölskyldunni stuttu eftir að hann giftist Meghan Markle. Ákvörðun hans féll í grýttan jarðveg, ekki síst innan fjölskyldunnar.
Tímaritið People greindi frá því í gær að þrátt fyrir allt, eru tengsl Harrys og drottningarinnar, enn mjög góð og tala þau reglulega saman í gegnum myndsímtöl. Þá er tekið fram að Harry nefndi dóttur sína í höfuðið á ömmu, Lilibet, en er það gælunafn drottningarinnar. Er haft eftir heimildarmanninum að þrátt fyrir gott samband, þurfi drottningin enn að fylgja reglum og hlutverki sem fylgir hennar stöðu. Atburðir sem Harry og fjöldskylda fá ekki að taka þátt í lengur, sé því ekki vegna stirðleika sambandsins, heldur vegna strangra reglna.