Þriðjudagur 7. janúar, 2025
-9.2 C
Reykjavik

Harry prins er ekki par sáttur og höfðar meiðyrðamál

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Harry Bretaprins er ekki sáttur við umfjöllun breska miðilsins Mail on Sunday en hefur hann höfðað meiðyrðamál gegn þeim. Miðillinn The Telegraph greindi frá málinu í gær.
Ýjaði miðillinn að því að prinsinn hafi logið um að hafa greitt sjálfur fyrir löggæslu í Bretlandi og stóð Harry ekki á sama.

Harry prins og Meghan Markle

Harry og eiginkona hans Meghan, hertogaynja af Sussex greiða sjálf fyrir öryggisgæslu í Bandaríkjunum þar sem þau eru búsett.
Sögðu lögmenn Harrys að vegna hótana gætu hjónin og börn þeirra ekki komið til landsins án viðeigandi öryggisgæslu en vel er haldið utan um hótanir sem berast þeim hjúum.
Þetta ku ekki vera fyrsta mál sem Harry eða Meghan höfða gegn fjölmiðlum en hafa þau ítrekað gert það á síðustu árum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -