Harry Bretaprins er að reyna að „lappa upp á“ fjölskyldusambönd fyrir jól en þetta segir fjölskylduvinur í samtali við Mirror.
Brothætt samband Harry og Meghan við restina af konungfjölskyldunni varð enn verra eftir að bókin Endgame kom út. Bókin er sögð varpa ljósi á kynþáttahneyksli innan fjölskyldunnar og valda uppnámi. Þar er því haldið fram að Kate Middleton og Charles konungur hafi haft áhyggjur af húðlit barna Meghan og Harry.

Konungsfjölskyldan eyðir yfirleitt jólunum saman í Sandringham House, sem er í þriggja tíma akstursfjarlægð frá London. Síðustu fjögur ár hafa Harry og Meghan eytt jólunum sem fjölskylda í lúxuseign sinni í Kaliforníu. Ekki liggur fyrir hvert planið er þessi jólin en mórallinn innan fjölskyldunnar er sagður slæmur.
