Fyrir fjörutíu árum, árið 1985, varð kántrítónlistar saga sköpuð þegar fjórir af bestu tónlistamönnum allra tíma, Johnny Cash, Waylon Jennings, Willie Nelson og Kris Kristofferson, komu saman til að stofna The Highwaymen. Samstarf þeirra var samstundis farsælt, leiddi til uppseldra tónleika, toppplatna og varanlegrar arfleifðar sem mótaði framtíð kántrítónlistar. Kraftmikill og hjartnæmur hljómur þeirra ómaði um allan heim og nú, áratugum síðar, heldur tónlist þeirra áfram að veita kynslóðum innblástur. Og nú skal fagnað.
Til að heiðra þennan goðsagnakennda ofurhóp munu nokkrir af ástsælustu tónlistarmönnum Íslands, eins og það er orðað í fréttatilkynningu um tónleikana, en það eru þeir Páll Rósinkranz, Júníus Meyvant, Krummi Björgvinsson, Vignir Snær Vigfússon, og Jógvan Hansen. Þeir stíga á svið fyrir ógleymanlegt kvöld að því er fram kemur í tilkynningunni. Þeir munu leiða áhorfendur í tónlistarferðalag um bandarísku slétturnar og flytja bestu smelli þessara brautryðjenda sveitatónlistarinnar. Þessir sérstöku heiðurstónleikar verða í hinum glæsilega Eldborgarsal í Hörpu, laugardaginn 24. maí, klukkan 21:00.
En hvaða lög verða sungin?
Lög sem koma til dæmi með að hljóma á tónleikunum eru: Desperados Waiting for a Train, The Highwayman, Riders in the Sky, Always on My Mind, On the Road Again, Folsom Prison Blues, Ring of Fire, Help Me Make It Through the Night, Me and Bobby McGee, Sunday Mornin’ Comin’ Down, Big River, Heart of Gold, o.fl
Viðburðurinn er skipulagður af Funk Eventrs en samkvæmt fréttatilkynningunni verður kvöldið „fullt af tímalausum smellum, innilegum flutningi og anda kántrítónlistar eins og hún gerist best.“
Þessi spennandi viðburður er skipulagður af Funk Events. Kvöld fullt af tímalausum smellum, innilegum flutningi og anda kántrítónlistar eins og hún gerist best.
Hægt er að tryggja sér miða hér.