Sunnudagur 27. október, 2024
1.4 C
Reykjavik

Heimili Hollywood-stjörnu rænt – Starfsfólk liggur undir grun

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hollywood-stjarna tilkynnti um rán.

Cary Elwes tilkynnti nýlega um að heimili hans hafi verið rænt en leikarinn geðþekki segir að hann á heimili hans vanti seðla og skartgripi að verðmæti næstum því 14 milljóna króna. Lögreglumenn í Los Angeles sem ræddu við TMZ undir nafnleynd segja að líklegasta skýringin sé að starfsfólk Elwes hafi hægt og rólega rænt hann í gegnum árin og hann hafi ekki tekið eftir því fyrr en fyrir stuttu síðan. Elwes hefur sjálfur ekkert tjáð sig um málið við fjölmiðla að svo stöddu.

Ferill Elwes hefur verið aftur á uppleið eftir að hafa verið á niðurleið í nokkur ár en á seinasta ári lék hann í stórmyndunum Rebel Moon og Mission: Impossible – Dead Reckoning Part One. Hann er þekktastur fyrir að leika aðalhlutverkin í myndunum Princess Bride og Robin Hood: Men in Tights.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -