Fyrir 10 árum síðan var lokað versta vaxmyndasafni heims, Louis Tussauds House of Wax, á Yarmouth-svæðinu í Norfolk á Englandi, 58 árum eftir að það var opnað. Ljósmyndir frá safninu lifa þó enn góðu lífi á samfélagsmiðlum.
Louis Tussauds House of Wax var án efa versta vaxmyndasafn heims en safnið öðlaðist költstöðu meðal gesta en fólk hópaðist þangað til þess að hlæja sig máttlaust. Fyrir tíu árum var safninu þó lokað, en síðan þá birtast ljósmyndir þaðan reglulega á samfélagsmiðlum og vekja alltaf athygli.
Hér má sjá brot af þeim óhugnaði sem leyndist á safninu: