Tískutímaritið Elle fjallaði á dögunum um heitustu tísku-trendin í sumar. Samkvæmt tískugúrúum Elle eru nokkur trend sem eru talin líklegust til vinsælda í sumar en mörg þeirra hafa verið áberandi í tískusýningapöllunum undanfarið.
![](https://www.mannlif.is/wp-content/uploads/2022/03/miu-miu-gettyimages-1344950992-683x1024.jpg)
Mini- pilsið fræga er eitt af því sem Elle spáir vinsældum í sumar. Benda þau á að hægt sé að para pilsin með sokkabuxum í kaldara veðri.
![](https://www.mannlif.is/wp-content/uploads/2022/03/valentino-gettyimages-1344336742-1-682x1024.jpg)
Stórar víðar skyrtur í djörfum litum verða vinsælar í sumar.
![](https://www.mannlif.is/wp-content/uploads/2022/03/missoni-gettyimages-1342328704-683x1024.jpg)
Gallabuxur beint frá 90’s áratugnum. Ofur pokalegar og eflaust mjög þægilegar líka.
![](https://www.mannlif.is/wp-content/uploads/2022/03/blumarine-gettyimages-1342203135-1-683x1024.jpg)
Fiðrildi og lituð sólgleraugu, stíllinn sem Paris Hilton eignaði sér. Hvort sem ykkur líkar það betur eða verr spáir Elle þessari tísku vinsældum á nýjan leik.
![](https://www.mannlif.is/wp-content/uploads/2022/03/chloe-gettyimages-1344281635-683x1024.jpg)
Prjónafatnaður er ekki beint það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar tekur að hlýna. Heklaðir maxi kjólar verða mögulegt trend í sumar.
Cut- out kjólar hafa verið vinsælir undanfarið og verða það ekki síður í sumar.