Helga Vala Helgadóttir minnist stórleikarans Péturs Einarssonar í nýrri Facebook-færslu.
Lögmaðurinn, leikkonan og fyrrverandi þingkonan Helga Vala Helgadóttir skrifaði í gær afar falleg minningarorð um Pétur Einarsson leikara sem lést á dögunum en hann var lærifaðir hennar í leiklistinni.
„“Þessi hnífur á að vera þungur“ – já, það var hann Pétur Einarsson sem átti þessa ódauðlegu setningu sem allir Svíar kunnu frá því Hrafninn flýgur var frumsýnd og kunna margir enn í dag. (Leiðrétting vegna skammhlaups í heila: Svíarnir kunnu auðvitað bara “þungur hnífur”).“ Þannig hefst færsla Helgu Völu og heldur svo áfram:
„Var svo heppin að fá Pétur sem kennara í leiklistarskólanum og þar fór sko annálað ljúfmenni og listamaður fram í fingurgóma. Það var svo gott að fá að læra af honum öll trixin í bókinni, hvað gera skal þegar maður er staddur á miðju sviði og fattar að hugurinn er farinn í skattskýrsluna sem gleymdist að skila eða eitthvað annað og replikkan gleymist og allir bíða. Hann benti mér líka á þann ávana sem ég virtist gefa „minni konu“ í Ástarhringnum að alltaf þegar mín sagði ósatt þá saug hún upp í nefið.“
Að lokum vottar Helga Vala fjölskyldunni og vinum Péturs samúð sína.
Blessuð sé minning mentorsins míns, Péturs Einarssonar stórleikara. Bið að heilsa pabba og mömmu í sumarlandinu.“