Föstudagur 25. október, 2024
0.5 C
Reykjavik

„Helsta eftirsjá hinna deyjandi er að hafa ekki slegið til og elt drauminn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rithöfundurinn Bronnie Ware vann á hjúkrunarheimili í átta ár en þar sá hún um fólk sem var dauðvona. Skjólstæðingar hennar vissu að þeir voru alvarlega veikir og eyddi hún tíma með þeim á seinustu þremur til tólf vikum lífs þeirra. Bronnie var fljót að átta sig á því að mikilvægasta hlutverk hennar í starfinu var tilfinningalegt og skráði hún niður hugleiðingarnar í bókinni sinni ,,The Top Five Regrets of the Dying‘‘ eða ,,Fimm helstu eftirsjár hinna deyjandi‘‘.

Nokkrum dögum fyrir andlát deildu margir sjúklingar með henni helstu eftirsjá sinni í lífinu. Algengasta svarið, samkvæmt Bronnie, var: „Ég vildi að ég hefði hugrekki til að lifa lífinu sem mig langaði, ekki lífinu sem aðrir bjuggust við af mér.‘‘

Bronnie sagði það ljóst að fólk sæi mest eftir því að hafa ekki slegið til og elt drauma sína eða þrár sem það hafði ef til vill lengi hugsað um að gera. „Heilsan færir frelsi sem mjög fáir gera sér grein fyrir, fyrr en þeir hafa það ekki lengur,‘‘ sagði hún en fimm helstu eftirsjár þeirra deyjandi segir Bronnie vera eftirfarandi:

1. „Ég vildi að ég hefði haft hugrekki til að lifa lífinu sem mig langaði, ekki lífinu sem aðrir bjuggust við af mér.‘‘
2. ,,Ég vildi að ég hefði ekki unnið svona mikið.“
3. „Ég vildi að ég hefði haft hugrekki til að tjá tilfinningar mínar oftar.“
4. „Ég vildi að ég hefði verið í sambandi við vini mína oftar.“
5. „Ég vildi að ég hefði leyft mér vera hamingjusamari“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -