Miðvikudagur 11. september, 2024
4.1 C
Reykjavik

Herdís flúði lögfræðina fyrir Hollywood: „Það þarf alltaf að kenna einhverjum um“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tónskáldið Herdís Stefánsdóttir ætlaði sér aldrei að semja tónlist fyrir kvikmyndir og fékk að eigin sögn leið á námi í tónlist sem barn en undanförnum árum hefur hún sýnt að hún er eitt efnilegasta tónskáld Hollywood.

Í viðtali á RÚV segir Herdís frá því að hún hafi farið í lögfræðinám eftir menntaskóla en þótti hún svo óbærilega leiðinleg en það var þá sem hún hóf að spila tónlist aftur og að semja tónlist. Stuttu fyrir vorpróf í lögfræði ákvað hún að sækja um í tónsmíðadeild LHÍ. „Með engar væntingar um að komast inn, með engan grunn og kann ekki neitt og hef engan feril í tónlist að baki,“ sagði Herdís um málið.

Síðan þá hefur leiðin legið upp á við hjá henni þó að hún hafi þurft að harka eins og flest allir tónlistarmenn. Hún segir að Hollywood-heimurinn sé grimmur. „Þú verður bara að finna út úr þessu. Og ef ekki, þá í versta falli er maður bara rekinn og einhver annar ráðinn,“ segir Herdís. „Það þarf alltaf að kenna einhverjum um og þá er það oftast tónskáldið sem verður svolítið framarlega í þeirri er röð.“

Samstarfsaðilar Herdísar undanfarið hafa ekki verið af verri endanum en hún samdi tónlistina fyrir myndina Knock at the Cabin sem M. Night Shyamalan leikstýrði en hann er þekktastur fyrir að hafa skrifað og leikstýrt myndinni The Sixth Sense. Hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir besta frumsamda handritið og bestu leikstjórn fyrir þá mynd. Herdís semur einmitt tónlistina fyrir Trap, sem er næsta mynd Shyamalan, sem kemur út á morgun á Íslandi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -