Brasilíumaðurinn Athos Salomé, sem New York Post opinberaði á þessu ári að hefði spáð rétt fyrir um fjóra spádóma, hefur nú opinberað spá sína um það sem gæti gerst á næsta ári.
Maður sem kallaður er „Hinn lifandi Nostradamus“, þökk sé hæfileikum hans til að spá fyrir um framtíðarviðburði, hefur gert sjö óhugnanlegar spár fyrir komandi ár.
Brasilíumaðurinn Athos Salomé, sem New York Post sagði frá á þessu ári að hefði spáð rétt fyrir um fjóra spádóma, Corona-veirufaraldurinn, Kaupa Elon Musk á X, risastóra bilun hjá Microsoft og dauða Elísabetar drottningar, hefur nú opinberað spá sína fyrir árið 2025.
Athos sagði í samtali við Daily Star: „Ég hef tekið eftir því nokkrum sinnum að aðrir aðilar (ekki miðlar eða sérfræðingar á sviði hins yfirnáttúrulega) hafi sagt að spár mínar séu komnar frá þeim.“
Athos minntist síðan á nýjust spár sínar:
„Árið 2025 verður tíminn þegar yfirvöld byrja að lýsa opinberlega yfir tilvist geimvera og bjóða upp á sannanir fyrir örvera á Mars eða öðrum flóknari siðmenningum. Markviss Þögn verður í gangi frá sumum ríkisstjórnum eins og í Bandaríkjunum, Rússlandi og Kína en þær munu fela upplýsingar með það fyrir augum að valda ekki uppnámi um allan heim.“
Erfðabreytt fólk
Athos spáir því að leynilegar erfðafræðilegar tilraunir muni koma í ljós og afhjúpa erfðabreyttar manneskjur. Með því að nota tækni, þar á meðal klónun, munu vísindamenn leiða í ljós að stjórnvöld og fyrirtæki hafa í leyni verið að búa til „fullkomna“ einstaklinga, sem verða gáfaðari, sterkari og ónæmari fyrir sjúkdómum.
Gervigreind fer úr böndunum
Árið 2025 mun gervigreindin ná þeim stað að ekki veður aftur snúið, samkvæmt Athos. Hann segir að alþjóðlegt atvik gæti afhjúpað sjálfræði þessarar tækni, sem í sumum tilfellum hefur þegar þróað grunnatriði sjálfsvitundar.
Samband við geimverur
Athos segir að yfirvöld muni byrja opinberlega að lýsa yfir tilvist geimvera og bjóða upp á sannanir fyrir örverulífi á Mars eða öðrum flóknari siðmenningum.
Framleidd orkukreppa
Alþjóðleg orkukreppa skellur á, sem verður notuð sem leið til að stjórna fólki árið 2025. Athos segir að uppfinningar eins og rafalar fyrir núllpunktaorku gætu komið fram en að þeir verði enn huldir almenningi.
Mannfjöldastýring
Hann varar við því að tækni til að fylgjast með fólki, eins og ígræðanleg flögur, verði algeng. Hann segir að fólki verði sagt að það sé notað til framfara í heilbrigðis- og öryggismálum.
Framleiddar loftslagshamfarir
Athos spáir því að jarðverkfræði muni valda fordæmalausum loftslagshamförum, eins og fellibyljum og þurrkum á óvæntum stöðum.
Leynilegar hernaðaraðgerðir
Leki um neðanjarðarherstöðvar og tækni sem tengist þyngdaraflinu mun loksins verða afhjúpuð. Þessar leynilegu hernaðaraðgerðir munu sýna raunverulegt umfang þeirra sem ráða heiminum.