Laugardagur 26. október, 2024
3 C
Reykjavik

Hjalti á og rekur Íslensku Klíníkina í Búdapest: „Öll sérfræðiþekkingin er á sama stað“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hjónin Hjalti Garðarsson og Hrafnhildur Sigurðardóttir eru eigendur tannlæknastofunnar Íslenska Klíníkin í Búdapest. Þau keyptu stofuna með tækjum og öllu tilheyrandi í miðjum Covid-faraldri. Hjalti starfaði áður á stofunni sem íslenskur umboðsmaður hennar.

Hjalti er forstjóri stofunnar en á henni starfa hinir ýmsu sérfræðingar innan tannlækninga. Á stofunni eru síðan tveir ráðgjafar í fullu starfi, sem annast mikið til samskipti við viðskiptavini stofunnar.

Mannlíf lagði nokkrar spurningar um stofuna og umhverfið í Búdapest fyrir Hjalta, sem verða birtar hér á vefnum.

Íslenska Klíníkin í Búdapest

Hvers vegna ákvaðstu að kaupa stofuna og fara út í þennan rekstur?

„Ég byrjaði 2018 sem íslenskur umboðsmaður fyrir Budapest Klinikken. Ég heillaðist strax af þessu concepti, það er að hafa allt á sama stað; tannlæknastofu, hótel og spa. Mér gekk vel að fá til okkar Íslendinga og allir voru ánægðir. Svo kom Covid og stofan varð að loka í 10 mánuði.

Ég var í stöðugu sambandi við norsku eigendurna og upp úr áramótunum 2020 og 2021 ákváðu norsku fjárfestarnir að þeir ætluðu ekki að dæla meiri peningum í fyrirtækið. Ég gerði þeim tilboð, sem þeir tóku og ég keypti þannig öll tæki og tól. Ég gerði samning við Aquaworld hótelið og þannig höfum við getað látið hlutina ganga fyrir sig eins og ekkert hafi í skorist.“

- Auglýsing -
Hótelið Aquaworld, sem hýsir sömuleiðis tannlæknastofuna, heilsulind og sundlaugagarð.

 

Hver upplifir þú að sé helsti munurinn á tannlæknaþjónustu í Ungverjalandi og tannlæknaþjónustu á Íslandi?

„Stærsti munurinn á tannlæknaþjónustu á Íslandi og í Ungverjalandi er verðið. Þar fyrir utan eru hérna stórar tannlæknastofur, eins og Íslenska Klíníkin í Búdapest, þar sem allir sérfræðilæknar eru á sama stað. Annað sem má kannski nefna eru tannholdssjúkdómar. Við erum að fá allt of marga til okkar með grasserandi tannholdssjúkdóma, sem hafa aldrei verið greindir í tannlæknaheimsóknum þeirra á Íslandi.“

- Auglýsing -

 

Geturðu sagt okkur frá tannhreinsitækinu ykkar?

„Skaðlegar bakteríur í munni mynda sýru sem ásamt matarleifum og slími myndar tannsýklu. Tannsýklan liggur helst þar sem tennur og gómur mætast og svo á milli tannanna. Bakteríur tannsýklunnar nærast á sykri og framleiða sýru sem leysir upp glerung tannar á ákveðnu svæði og tannskemmd eða hola myndast í tönninni. Algengast er að þetta gerist þar sem óhreinindi fá að liggja óhreyfð á tönnunum.

AIRFLOW® Prophylaxis Master er nýjasta EMS-uppfinningin fyrir „Guided Biofilm Therapy“: Einstök lausn fyrir tannsýklu, forvarnir og viðhald. Tækið er hannað til mikillar faglegrar notkunar og einkennist af einstakri vinnuvistfræði og mikilli nákvæmni, er auðvelt í viðhaldi og í samræmi við ströngustu hreinlætisstaðla. AIRFLOW® Prophylaxis Master hefur verið hannaður með ströngustu kröfur um frammistöðu, öryggi og þægindi í huga. Hann er sérstaklega smíðaður til að koma til móts við þrjár kjarnameðferðir leiðandi líffilmumeðferðar.

AIRFLOW® Plus duft fjarlægir á þægilegan og skilvirkan hátt líffilmu, bletti og ungan tannstein og dregur úr þörfinni fyrir hand- og raftækjabúnað. Ekki lengur gúmmíbollar, burstar og mauk. PIEZON® NO PAIN með PS tæki skilar lágmarks ífarandi mælikvarða þar sem þörf er á. Meðferðin er framkvæmd með stýrðu vökvahitastigi.

Í stuttu máli sagt og ekki eins tæknilegt, þá gerum við tannsteins og tannholdshreinsun nánast sársaukalaust með þessu EMS tæki.“

Dr. Strémen Zsófia að störfum á Íslensku Klíníkinni í Búdapest.

Hver myndir þú segja að væri helsti kosturinn við Íslensku klíníkina?

„Helsti kosturinn við Íslensku Klíníkina er að við erum með íslenskumælandi ráðgjafa sem fara í gegnum allt ferlið með viðskiptavinunum. Allir okkar tannlæknar eru með framhaldsmenntun, þannig að öll sérfræðiþekkingin er á sama stað. Stofan er hrein, andrúmsloftið er þægilegt og starfsfólkið er allt alúðlegt.“

 

Hvað gera ráðgjafarnir á stofunni?

„Ráðgjafarnir fara yfir aðgerðarplön sem tannlæknarnir gera og tryggja það að allir skilji  hvað það er sem þarf að gera. Einnig eru þeir á staðnum, fólki til halds og trausts, og finna með þeim lausn sem hentar þeim. Ráðgjafarnir okkar eru allir íslenskir, þannig að tungumálaerfiðleikar eru ekki til staðar hjá okkur.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -