Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-8.2 C
Reykjavik

Hjólabrettamenningin á Íslandi í hnotskurn: „Þinn uppruni, litur og kyn skiptir engu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fyrir um sex árum síðan var opnaður innanhúss hjólabrettagarður á Dugguvogi 8, Reykjavík. Mannlíf sló á þráðinn hjá Róberti Ingimarssyni, starfsmanni garðsins.

Ekki bara fyrir hjólabretti

Brettafélag Reykjavíkur byrjaði með þetta verkefni en fljótlega tók athafnamaðurinn Alexander „Lexi“ Kárason yfir. Stefna þeirra sem að hjólabrettagarðinum standa er sú að gera iðkendum jaðaríþrótta færi á að stunda íþróttir sínar allt árið um kring. „Rigning, vindur og snjór er ekki æskilegt fyrir hjólabretti eða neitt slíkt og þar sem hér a Ísland er liggur við vetur 3/4 af árinu, þá hafa þessir iðkendur þurft að fela sig í bílakjöllurum og vera reknir í burt af öryggisvörðum fasteignanna,“ segir Róbert við blaðamann og bætir við að oft séu þessir bílakjallarar skítugir og ekkert sérstaklega góðir staðir til að renna sér á. Staðurinn er sem sagt ætlaður fleiri jaðaríþróttum en bara hjólabrettum. Má þá helst nefna skate, scoot og bmx.

Salurinn byggður af sjálboðaliðum

Til að byrja með setti Lexi miklar fjárhæðir úr eigin vasa í verkefnið en sá fljótlega að verulegt fjármagn og kraft þurfti til að halda þessu gangandi. Róbert segir að viður kosti sitt „og allt hér hefur verið smíðað og af sjálfsboðaliðum, eða frekar áhugasömum hjólabrettamönnum sem vinna sem iðnaðarmenn,“ og heldur áfram „en þeir aðilar óskuðu aldrei eftir greiðslu, heldur gerðu þeir þetta einungis til að byggja aðstöðuna sem öllum vantar. Þeir eiga mikin heiður skilið.“ Nefnir hann sérstaklega þá Ársæl Þór Ingvarsson, Davíð Þór Jósepsson, Daða Snæ Haraldsson og Róbert Vilhjálmsson sem voru hvað mest í smíðunum. Reykjavíkurborg hefur stutt verkefnið vel segir Róbert „enda vita þau að brýn þörf er á að styðja þessar greinar sem fara ört vaxandi.“

- Auglýsing -

Stefna á sjálfbærni

Áhorf á Ólympíuleikana hefur farið dvínandi á undanförnum árum að sögn Róberts en eftir að hjólabrettaíþróttin var tekin inn á leikana hafi áhorfið skotist upp. Sé það gott dæmi um það hversu stór íþróttin er að verða. Eins og fram kom hér að ofan hefur Reykjavíkurborg styrkt verkefnið upp að vissu marki en salurinn er á stærð við sundlaug. Einungis eru tveir starfsmenn við störf í salnum á samning við Reykjavíkurborg en aðeins einn í einu. Þeir þurfi að vera í afgreiðslunni og þrífa allt húsið reglulega. „Þetta lætur mig stundum hugsa út i það hvernig væri það að það væru bara tveir gæjar að vinna i vesturbæjarlauginni, einn i senn a sitthvorri vaktinni,“ segir Róbert og bætir við „en það er stuðningurinn sem við höfum og við erum ánægður með hann.“ Róbert segir þá félaga þó stefna á sjálfbærni í framtíðinni.

- Auglýsing -

Einelti ekki liðið hér

Það bætist stöðugt í hóp iðkenda og á góðum degi er troðfullt í salnum að sögn Róberts, „þá er gaman sjá eldri krakkana umkringja þá yngri með hvatningu og kennslu, ́ágreiningur er sjaldgæfur og einelti er ekki liðið hér.“ Róbert bætir því við að það sé gaman að sjá hvað slíkt sé sjaldséð í þeirra menningu, „þessir krakkar eru mest i að styðja hvort annað og hjálpa frekar en að keppast um hver er bestur. Þinn uppruni, litur og kyn skiptir engu.“ Þá segir hann ennfremur að „eina sem skiptir máli er hvað þú gerir a brettinu og það er magnað.“

Aðgangseyrinum inn í brettagarðinn er stillt í hóf, aðeins 500 kr. fyrir allan daginn. „Við erum ekki að reyna hagnast á þessu, heldur fá sem flesta inn i félagið og hjalpa þessum hópum að hittast, þróast og stækka,“ segir Róbert að lokum.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -