Laugardagur 11. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Hljómsveitin Ormar slá í gegn – Hyldýpi trónir á toppi X-Dominos listans

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hljómsveitin Ormar steig óvænt inn í íslenskt tónlistarlíf fyrr á árinu þegar þau gáfu út EP plötuna „Grugg“. Í byrjun nóvember gáfu þau út lagið Hyldýpi, sem er fyrsta útgefna lag á komandi plötu þeirra, en lagið trónir nú á toppi X-Dominos vinsældalistans hjá útvarpsrásinni X-977.

Ormar og Jack Daniels
Ljósmynd: Aðsend

Samkvæmt hljómsveitarmeðlimum hafa viðtökur á laginu farið langt fram úr væntingum, en Ormar fundu frá fyrsta degi fyrir gríðarlegum áhuga frá hlustendum og útvarpsfólki. Hyldýpi fékk strax talsverða útvarpsspilun og tók 2. sæti X-Dominos vinsældalistans aðeins nokkrum dögum frá útgáfudegi lagsins. Lagið hélt því sæti í tvær vikur þar til það smeygði sér á toppinn síðastliðinn miðvikudag. 

Þetta er í fyrsta skipti sem Ormar taka toppsætið, en þó rötuðu tvö lög af plötunni “Grugg” á listann fyrr á árinu. Það voru lögin „Aftur á bak“ og „Aðeins hærra“, en það síðarnefnda sat í 2. sæti listans fimm vikur í röð.

Ormar heimsóttu Ómar Úlf, þáttastjórnanda og dagskrárstjóra X977 fyrir skömmu og sögðu frá laginu í stuttu viðtali. Þar greinir Elvar Bragi, söngvari og gítarleikari Orma frá því að textinn fjalli um einelti. Hlusta má á viðtalið hér.

Ormar ætla að halda áfram að kynna komandi EP plötu á nýju ári með útgáfu á fleiri lögum. Í byrjun janúar kemur næsta lag og platan „Hvenær verð ég fullorðinn?“ verður svo aðgengileg í heild á streymisveitum í fyrri hluta árs.

Ormar eru:

- Auglýsing -

Elvar Bragi Kristjónsson (gítar og söngur)

Hörður Þórhallsson (bassi og söngur)

Sólrún Mjöll Kjartansdóttir (trommur)

- Auglýsing -

Ormar á Spotify: https://open.spotify.com/artist/1um1xSfxPhCe3ncQWmjFnh?si=dOdTUUr8Qh26-BSYHyUufg

Hyldýpi á Spotify: https://open.spotify.com/track/1UVUWTtUwYkbcOkmNlTZX9?si=ea7d508a3ecf4634

Ormar á instagram: https://www.instagram.com/band_ormar/

Þess má geta að Ormar spila á Lemmy kl. 22 í kvöld.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -