Föstudagur 10. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Howard Stern hyggur á forsetaframboð gegn Trump: „Ég myndi rassskella hann“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Útvarpsmaðurinn kjaftfori, Howard Stern ætlar að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna árið 2024 ef Donald Trump ætlar að bjóða sig fram. Varaforsetaefni Stern er af dýrari kantinum.

Fram kemur á heimasíðu slúðusnápsins Perez Hilton að útvarpsmaðurinn hrokkinhærði hjá SiriusXM útvarpsstöðinni, hafi sagt frá hugmynd sinni að bjóða sig fram til forseta 2024 í kjölfar ákvörðunar Hæstarétts Bandaríkjanna að ógilda rétt til þungunarrofs. Tók hann þó fram að hann myndi aðeins gera það ef Donald Trump ætlaði að bjóða sig aftur fram. „Ég myndi rassskella hann,“ bætti hann við.

„Ég sagði við Robin [Quivers, samstarfskonu Stern], og ég hata að viðurkenna það, en ég sagði við hana „Ég verð reyndar líklega að bjóða mig fram til forseta núna.“,“ sagði Stern í þættinum sínum um daginn.

Ef hinn 68 ára gamli útvarpsmaður yrði forseti myndi hann vilja breyta nokkrum hlutum. „Gallinn við flesta forsetaframbjóðendur er að þeir eru með of mikla stefnuskrá. Eina markmiðið mitt er að gera landið sanngjarnt aftur.“ Hyggst Stern gera það meðal annars með því að breyta kosningaferlinu í Bandaríkjunum svo kosningarnar endurspegluðu almennilega vilja þjóðarinnar. „Gaur sem tapaði atkvæðunum, sigraði kosningarnar. Hversu lengi getum við haldið áfram að kjósa fólk sem tapaði atkvæðunum? Ég hélt langa ræðu yfir Robin þar sem ég útskýrði hvaða sáraeinfalda hugmynd myndi laga þetta: Eitt atkvæði, ein manneskja, engir kjörmenn lengur. Ég ætla að losa mig við það. Og þá spurði Robin „Geturðu það, sem forseti?“, og ég svaraði: „Ég veit það ekki, við verðum bara að komas að því!“,“ sagði Stern í þættinum.

Þá myndi hann einnig skipa fimm nýja Hæstaréttadómara og afurkalla þetta „kjaftæði“ sem þungunarrofsbannið er að hans mati. Segist hann ekki vera að grínast með þetta, honum sé full alvara.

Og hver yrði varaforsetaefni Sterns? Nú hver annar en Hollywood-leikarinn Bradley Cooper, auðvitað!

- Auglýsing -

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -