Eitt er víst þegar kemur að sólinni en það er mikilvægi þess að bera reglulega á sig sólarvörn. Vörnin er ekki bara nauðsynleg fyrir heilsu húðarinnar heldur einnig fyrir útlitið. Nú þegar sumarið nálgast er snjallt að byrja að huga að því að kaupa sólarvörn sem hentar þinni húð best.
Tísku tímaritið Good Housekeeping prófaði sig áfram með sólarvarnir og fékk ráð hjá nokkrum húðsjúkdómalæknum til þess að finna bestu sólarvörnina sem hentar hverri húð.
Eftir að hafa prófað rúmlega 250 mismunandi vörur komust sérfræðingarnir að niðurstöðu um bestu vörnina, að þeirra mati.
Besta alhliða vörnin fyrir líkama: Rodan + Fields Essentials Face + Body Sunscreen SPF 50
Besta verðið á vörn fyrir líkama: Hawaiian Tropic AntiOxidant+ Sunscreen Lotion SPF 50
Besta alhliða vörnin fyrir andlit: Vichy LiftActiv Peptide-C Sunscreen SPF 30
Besta verðið á vörn fyrir andlit: Hawaiian Tropic Matte Effect Sunscreen Lotion SPF 50
Besta vörnin fyrir blandaða húð: Ulta Mineral Sunscreen Lotion SPF 50
Besta vörnin fyrir daglega notkun: SkinCeuticals Light Moisture UV Defense SPF 50
Besta vörnin fyrir þurra húð: Shiseido Ultimate Sun Protector Lotion SPF 50+ Sunscreen
Besta vörnin fyrir viðkvæma húð í andliti: Julep No Excuses Invisible Facial Sunscreen Gel SPF 40
Besta vörnin fyrir viðkvæma húð á líkama: Everyday Humans Oh My Bod! SPF 50 Body Sunscreen
Besta vörnin fyrir feita húð: Bare Republic Mineral Sunscreen Gel-Lotion SPF 30
Heimild: Good Housekeeping