Fimmtudagur 24. október, 2024
2.6 C
Reykjavik

Huey Lewis opnar sig um heyrnarleysið: „Það hefur verið beisk pilla og erfið að gleypa“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Poppstjarnan Huey Lewis segir það „beiska pillu að gleypa“ að hann sé orðinn alveg heyrnalaus. Hann neitar hins vegar að gefast upp.

Huey Lewis, sem sló rækilega í gegn á níunda áratugnum með hljómsveit sinni Huey Lewis and the News, með slagara á borð við Sports, Fore!, Hip to Be Square og Stuck With you, svo eitthvað sé nefnt, er orðinn heyrnalaus. Þetta kemur fram í viðtali hjá Songfacts.

Lewis byrjaði að missa heyrnina í lok níunda áratugarins en í dag er hann alveg heyrnalaus. Söngvarinn tjáði sig um þetta viðkvæma mál í viðtali við Songfacts í tilefni af endurútgáfu á vínylplötu Huey Lewis and the News, Sports, en nú eru 40 ár frá útgáfu plötunnar.

„Ég get ekkert hlustað á tónlist. Ég heyri alls ekki tónhæð. Jafnvel ein nóta er ekki í takt við sjálfa sig fyrir mér, þannig að það hefur verið beisk pilla og erfið að gleypa. En þú verður að halda áfram með lífið. Ég er núna með heyrnatæki og er að nota Bluetooth í tölvunni þannig að ég heyri í þér,“ sagði Lewis við viðtalandann og bætti við: „Án heyrnatækjanna er ég algjörlega heyrnarlaus.“

Í viðtalinu rifjar söngvarinn einnig upp þegar hann byrjaði að missa heyrnina og hvernig það hafði áhrif á hann persónulega. „Ég missti heyrnina hægra megin fyrir 35 árum. Þegar ég missti heyrnina vinstra megin og gat ekki heyrt tónlist lengur, var það algjört áfall. Næstu sex mánuði gerði ég lítið annað en liggja í rúminu, hafandi áhyggjur og reynandi mismunandi aðferðir, nálastungur, kírópraktík og lífræna fæðu, ekkert salt, lítið salt og allt það drasl. Og loksins, með hjálp barnanna minna, varð ég bara að halda áfram með lífið.“

En Lews neitaði að vorkenna sjálfum sér og fann aðrar leiðir fyrir sköpunargáfur sínar.

- Auglýsing -

„Ég reyni að halda mér uppteknum. Við erum með söngleikinn [sem samansettur er með lögum eftir Huey Lewis and the News og ber heitið The Heart of Rock & Roll], sem ég hef tekið mjög mikinn þátt í að gera, jafnvel þó ég heyri ekki tónlistina. Og ég er með sjónvarpsþátt sem ég er búinn að selja Fox stöðinni en við erum fastir eins og er vegna verkfalls höfunda í augnablikinu. Ég reyni að halda mér skapandi og uppteknum. Ég minni sjálfan mig á að það eru margir, margir aðrir sem eiga það verr en ég og það er mikilvægt fyrir mig að muna. Líf mitt er ekki eins gott og það var þegar ég hafði heyrn en það er samt nokkuð gott.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -