- Auglýsing -
Það eru ekki bara við mannfólkið sem fær jólagjafir um hátíðina sem nú gengur senn í garð.
Instagram-síðan Upworthy birtir jákvæð og upplífgangi myndskeið á samfélagsmiðlinum sem gott er að kíkja á í dimmasta skammdeginu, jafnvel þó að dagurinn sé nú loks farinn að lengjast. Í nýjasta myndbandi sínu má sjá hóp hunda velja sér jólaleikfang af fjölmörgum leikföngum sem búið er að dreifa um gólfið. Eftir að hafa hlaupið um og þefað af tuskudýrunum valdi hver og einn hvutti sér sitt leikfang.
Ef þetta kemur manni ekki í jólaskap gerir það fátt:
View this post on Instagram