Fimmtudagur 26. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Hunsaði öll ráð húðflúrara og afskræmdist

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

TikTok-notandi sem gengur undir nafninu Jackiefloww birti nýverið myndbönd af hræðilegri reynslu sinni af húðflúri.

Í fyrsta myndbandinu má sjá huggulegt húðflúr sem hún fékk sér af dreka og blómi. Í framhaldinu er klippt yfir á næstu mynd sem sýnir sama húðflúr sem hefur umbreyst í einhverskonar gráa klessu. Húðin virðist soðin og upphleypt, og flúrið algjörlega óþekkjanlegt og afskræmt. Rödd í myndbandinu segir „þú ert líklega að velta því fyrir þér hvernig ég lenti í þessu“. Næst er myndasyrpa af eiganda húðflúrsins sýnd þar sem hún sést synda í sjónum og í sólbaði á bát á sólríkum stað.

@jackiefloww ☀️🕶 #tattoo #beachvibes #sun ♬ original sound – Cara

Jackie virðist því sannarlega hafa hunsað allar ráðleggingar varðandi húðflúrið sitt, og farið beina leið í bæði vatn og sól með það óvarið. Þetta tvennt er meðal þess sem húðflúrarar leggja blátt bann við þegar kemur að nýjum flúrum.

Svona leit húðflúrið út þegar það var nýtt.
Svo fór Jackie í sólböð og sjósund…
Svona leit flúrið síðan út eftir áhyggjulaust fríið.

Jackie gerði þau mistök að hunsa allar mikilvægustu reglurnar um ný húðflúr. Þegar fólk fær sér húðflúr hjá fagmanni er þeim greint frá reglum er varða umhirðu flúrsins. Til dæmis er ekki mælt með því að fólk fari í sund, gufu eða í bað/heita potta í þrjár til fjórar vikur.

Eftir að fólk fær sér húðflúr er því ráðlagt að forðast sól og ljósabekki í fjórar vikur á eftir. Eftir þann tíma er mælt með því að fólk noti sólarvörn með mjög háum stuðli, svokallað „sun block“. Á vefsíðu Bleksmiðjunnar er til dæmis stungið upp á því að fólk noti Balm Tattoo Sunblock 75, sem er sérhönnuð sólarvörn fyrir húðflúr. Sólarvörnin er með stuðul 50.

- Auglýsing -

Jackie birti síðan annað myndband af vegferð sinni með yfirskriftinni „Ég er þó allavega í Cancun.“ Yfir myndbandinu má heyra lagið Dumb Ways to Die með Tangerine Kitty, en titill lagsins þýðist á íslensku sem „heimskulegar leiðir til að deyja“.

@jackiefloww At least I’m in Cancun 🤷🏻‍♀️ #dumbwaystodye #sun #beach #newtatto #sepsis ♬ Dumb Ways to Die – Tangerine Kitty

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -