Illugi Jökulsson rithöfundur og fjölmiðlamaður segir fallega mæðgnasögu á Facebook í dag.
Illugi, sem á það til að rita niður stuttar en skemmtilegar hversdagssögur af fólki sem hann fylgist með í dagsins amstri. Stundum eru það karlar í heita pottinum en stundum, eins og í nýjustu örsögunni, eru það mæðgur á leið í leikskóla.
Söguna fallegu má lesa hér fyrir neðan:
„Þegar ég beið á ljósum rétt áðan flýtti sér yfir gangbrautina ung móðir með svona fjögurra ára dóttur; þær voru greinilega að verða of seinar í leikskólann. Litla stúlkan var með spöng með bangsaeyrum á höfðinu og andlit hennar var svo fullt af vonvissri hamingju þegar hún sagði við móður sína: