Þriðjudagur 14. janúar, 2025
5.8 C
Reykjavik

Hvílir bölvun yfir þessari ljósmynd? Grínistar deyja hver á eftir öðrum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Æðsta kaldhæðni lífsins er sú að það kemst varla nokkur lifandi út úr því,“ komst Robert A. Heinlein einhverntímann að orði. Og það eru orð að sönnu.

Undanfarna mánuði hafa grínistar vestanhafs fallið hver á eftir öðrum, flestum að óvörum. Allir voru þeir á sjötugsaldri en þrír þeirra létust af veikindum sem þeir höfðu ekki haft hátt um en sá fjórði, Bob Saget fannst látinn á hótelherbergi sínu en talið er að hann hafi fallið og rekið hausinn í eitthvað hart og síðan farið að sofa. Og vaknað dauður, ef svo má að orði komast. Hinir eru þeir Norm Macdonald, Louie Anderson og Gilbert Gottfried, sem lést í gær.

Og þá að kaldhæðni örlaganna. Þegar Louie Anderson lést 21. janúar á þessu ári og þá aðeins 12 dögum eftir andlát Bob Saget, birti Gilbert Gottfried ljósmynd af þeim þremur á góðri stund, á Twitter og minnist þeirra félaga með söknuði. Aðdáandi skrifaði þá við myndina eftirfarandi orð: „Hefurðu áhyggjur yfir því að bölvun hvíli á ljósmyndinni og að þú sért næstur?“ Það reyndist rétt, Gottfried var næstur. Og nú er spurning hvort einhver grínistinn þori að deila ljósmyndinni.

Bölvuð ljósmyndin
Ljósmynd: Twitter skjáskot

Athugasemdin kaldhæðna

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -