Hljómsveitin IceGuys er orðuð við þátttöku í Eurovision en það þýski slúðurmiðillinn Touch sem greinir frá þeim möguleika.
„Fótbolti, dans, söngur, hvað er næst? Rúrik Gíslason hefur sannað að hann er sannkölluð alhliða stjarna. Hjartaknúsarinn gladdi aðdáendur sína stuttu fyrir áramót með tilfinningaþrungnu myndbandi þar sem hann flutti lag á móðurmáli sínu, íslensku, fyrir framan áhorfendur í beinni. Strákahljómsveit hans IceGuys hefur líka slegið í gegn. Það segir sig því sjálft að aðdáendur munu vilja sjá þennan hæfileikaríka mann í Eurovision í ár. Mun hann vera fulltrúi Íslands í Eurovision?“ er skrifað í greininni sem mbl.is þýddi. Í henni er talið mögulegt að Rúrik fari ekki einn í Eurovision heldur verði með sveitinni IceGuys en Rúrik er einn af meðlimum sveitarinnar. Aðrir meðlimir sveitarinnar eru Herra Hnetusmjör, Aron Can, Friðrik Dór og Jón Jónsson.
Undanfarna mánuði hefur verið mikið rætt um hvaða flytjendur muni taka þátt fyrir hönd Íslands í Eurovision og hefur sveitin verið iðulega nefnd í þeim efnum. Ljóst er þó að aldrei hefur verið jafn umdeilt að taka þátt í Eurovision en margir Íslendingar vilja ekki að Íslandi sendi út lag. Ástæða þess er þátttaka Ísrael í Eurovision en sumum finnst að banna eigi landinu þátttöku vegna hernaðar þeirra á Gaza.