Laugardagur 26. október, 2024
4.5 C
Reykjavik

Illugi fagnar fjölbreytileikanum: „Good man, good man!“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Illugi Jökulsson hitti ótrúlega flóru fólks af erlendu bergi brotnu á ferð sinni um Reykjavík.

Það eru fáir betri í örsögunum en rithöfundurinn og fjölmiðlamaðurinn Illugi Jökulsson en þær birtir hann reglulega á Facebook. Frægar eru orðnar heitapottasögur hans þar sem skemmtilegar mannlýsingar hans fá að njóta sín til hins ýtrasta. Í nýjustu færslu sinni segir hann frá fjölda einstaklinga sem hann hitti á ferðalagi sínu um höfuðborgarsvæðið en frásagnirnar sýna vel hvernig fjölmenningin getur haft góð áhrif á grámyglulegan hversdagsleika Reykjavíkurborgar.

Í fyrstu frásögninni segir Illugi frá kúrdískum leigubílstjóra sem skutlaði honum upp í Ríkisútvarp.

„Leigubílstjórinn var frá Kúrdistan og þegar hann frétti að ég væri á leiðinni upp í Ríkisútvarp að taka upp sögulegt prógram vildi hann vita hvort bara gamalt fólk hlustaði á þáttinn. Ég sagðist halda að slæðingur af yngra fólki væri líka meðal hlustenda og til dæmis hefði ég fengið góð viðbrögð hjá sumu ungu fólki þegar ég las á sínum tíma fróðleik um Kúrdistan.

„Var það komið frá Erlendi Haraldssyni?“ spurði hann. „Ég met skrif Erlends mikils og hann á áreiðanlega mikinn þátt í að Íslendingum er almennt vel við Kúrda, en það hef ég fundið og þykir mjög vænt um. Hins vegar er bók Erlends barn síns tíma og sú fjölskylda kúrdíska leiðtogans, sem hann skrifar mest um, er ekki í hávegum höfð hjá okkur núna. Það mega Íslendingar alveg vita“.“

Því næst segir rithöfundurinn frá brosmildum manni frá Afríku sem hann mætti á göngu sinni frá Ríkisútvarpinu.

„Þegar ég var svo á leiðinni gangandi til baka yfir Miklatúnið var ég nærri dottinn um ójöfnu á gangstíg og maður á hjóli, sem bersýnilega á ættir að rekja til Afríku, ætlaði að stoppa þegar hann sá að ég baðaði út höndunum. Hann var með stóra poka á hjólinu og fæst greinilega við að hreinsa umhverfið af dósum og plastflöskum. Þegar hann sá að það var allt í lagi með mig brosti hann út að eyrum og kallaði: „Good man, good man“!“
Þriðja frásögnin sagði frá ferðalöngum sem reyndu að tala íslensku.

„Á gangstétt í Þingholtunum voru tveir stæðilegir ferðalangar að búast til heimferðar með töskurnar sínar. Þeir gætu verið upprunnir við Indlandshaf og gestgjafi þeirra, sem var svipaður í hátt, var að reyna að kenna þeim íslensk kveðjuorð.
„Verið-þið-blessaðir,“ sagði hann hægt og skýrt og hinir reyndu að endurtaka það með litlum árangri. Svo hlógu þeir allir og tvímenningar rúlluðu af stað með töskurnar sínar í átt að BSÍ.“
Þá talar Illugi einnig um ítalskan mann sem fór með texta um Leif Eiríksson inn í upptökutæki, kurteisa Kínverja sem hann hitti á Skólavörðustíg og pólskar frænkur sem leituðu að Kattakaffihúsinu.
Hér fyrir neðan má lesa færsluna í heild sinni:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -